154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

afbrigði.

[14:11]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Svo háttar til með 15. og 16. dagskrármálið að þingmálunum var útbýtt eftir 1. apríl og þarf því að leita samþykkis fyrir því hvort taka megi málin á dagskrá. Fer nú fram atkvæðagreiðsla um afbrigðin — kerfið svarar ekki. Þar sem kerfið svarar ekki kalli verðum við að grípa til handauppréttinga. Við erum að greiða atkvæði um afbrigði … (Gripið fram í: Er nafnakall?) Það er ekki nafnakall. Það verður handaupprétting. Þetta eru afbrigði um hvort 15. og 16. dagskrármálið megi taka á dagskrá og nú greiðum við atkvæði.

Ég vil biðja þá sem segja já að gefa mér merki. (Gripið fram í.) Já, takk fyrir. Þetta eru afbrigði um 15. og 16. dagskrármálið. Ég bið þá sem segja nei að gefa merki. Og þá sem greiða ekki atkvæði bið ég um að gefa merki.

Afbrigðin eru samþykkt með 33 atkvæðum. Nei segir einn.